TOPP 10 á VF: Fann systur sínar í Bandaríkjunum
– Tíu vinsælustu þræðir á vef Víkurfrétta 2015
Árni Júlíusson frétti af því árið 1979 að hann ætti tvær systur í Bandaríkjunum. Langþráð ósk um að hitta þær rættist svo í vor eftir að barnabarn hans leitaði þær uppi með hjálp tölvutækninnar. Þær höfðu ekki hugmynd um að þær ættu bróður á Íslandi og tóku honum opnum örmum.
Árni Joseph Michael Júlíusson, eða Árni Júll úr Njarðvík, fæddist í september árið 1943. Faðir hans var James Earl Welchel, bandarískur hermaður, sem um tíma var búsettur á Keflavíkurflugvelli. James hélt sambandi við mæðginin á meðan hann dvaldi á Íslandi og mætti í skírn sonar síns og valdi á hann millinöfnin tvö Michael og Joseph. Í janúar 1944 var James sendur til Englands en skrifaðist á við barnsmóður sína á Íslandi fram í mars árið 1945. Eftir það slitnaði sambandið og fram til ársins 1979 var samband feðganna ekkert.
Efnið er það 4. mest skoðaða á vef Víkurfrétta á árinu 2015.
SJÁ FRÉTTINA HÉR