Tonni af humri stolið
Einu tonni af humri var stolið frá fyrirtækinu Atlastaðafiski í Njarðvík í gærnótt. Talið er að andvirði humarsins sé hátt í 5 milljónir króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atlastaðafiskur verður fyrir barðinu á óprúttnum þjófum því fyrir tveimur árum var hálfu tonni af humri stolið frá sama fyrirtæki.
Fjórir lásar voru á gámnum þar sem humarinn var geymdur og má því segja að gámurinn hafi verið nokkuð rammgerður. Ekki létu þjófarnir það hindra ætlunarverk sitt því lásarnir voru klipptir af og hátt í 50 kassar af humri bornir út úr gámnum. Ljóst er að þjófarnir hafa þurft öflug verkfæri til að klippa lásana og stóran bíl til að aka þýfinu á brott.
Júlíus Högnason, eigandi fyrirtækisins, segir að þrisvar sinnum hafi verið brotist inn í húsnæðið síðastliðin tvö ár og framvegis verði svæðið vaktað með öryggismyndavélum.
Þrátt fyrir að vera tryggður fyrir tjóninu telur Júlíus að það fáist ekki bætt nema að hluta.
Hann sé tryggður að því marki sem hægt er en tapið felist helst í því að hann geti ekki selt vöruna og þar með fengið álagninguna og sá tími og vinna sem farið hafi í að vinna vöruna sé fyrir bí.
Hann segist ekki vita hverjir hafi verið að verki en óttast að humarinn verði seldur til veitingastaða á lægra verði. Sjálfur hafi hann um 30 veitingahús á höfuðborgarsvæðinu í viðskiptum og þau muni láta vita af því ef vart verður við illa fenginn humar á markaði.
Hins vegar séu til fleiri veitingahús en þessi 30 og vonast Júlíus til þess að þau séu ekki að kaupa humarinn.
Fjórir lásar voru á gámnum þar sem humarinn var geymdur og má því segja að gámurinn hafi verið nokkuð rammgerður. Ekki létu þjófarnir það hindra ætlunarverk sitt því lásarnir voru klipptir af og hátt í 50 kassar af humri bornir út úr gámnum. Ljóst er að þjófarnir hafa þurft öflug verkfæri til að klippa lásana og stóran bíl til að aka þýfinu á brott.
Júlíus Högnason, eigandi fyrirtækisins, segir að þrisvar sinnum hafi verið brotist inn í húsnæðið síðastliðin tvö ár og framvegis verði svæðið vaktað með öryggismyndavélum.
Þrátt fyrir að vera tryggður fyrir tjóninu telur Júlíus að það fáist ekki bætt nema að hluta.
Hann sé tryggður að því marki sem hægt er en tapið felist helst í því að hann geti ekki selt vöruna og þar með fengið álagninguna og sá tími og vinna sem farið hafi í að vinna vöruna sé fyrir bí.
Hann segist ekki vita hverjir hafi verið að verki en óttast að humarinn verði seldur til veitingastaða á lægra verði. Sjálfur hafi hann um 30 veitingahús á höfuðborgarsvæðinu í viðskiptum og þau muni láta vita af því ef vart verður við illa fenginn humar á markaði.
Hins vegar séu til fleiri veitingahús en þessi 30 og vonast Júlíus til þess að þau séu ekki að kaupa humarinn.