Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:19

TÓNLIST OG SÖNGUR Í TILEFNI DAGSINS

Haldið var uppá 70 ára afmæli Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis með pompi og prakt s.l. laugardag, en félagið var stofnað þann 27. október 1929. Lúðrasveit Keflavíkur undir stjórn Karenar Sturlaugsson byrjaði hátíðina með lúðraþyt klukkan 14 í safnaðarheimilinu. Baldur Matthíasson, núverandi formaður félagsins, rakti fyrstu árin í sögu félagsins og að þeirri ræðu lokinni söng Lilja Hafsteinsdóttir nokkur lög við undirleik Franks Herlufsen. Sigurður Jónsson, 10 ára Sandgerðingur, spilaði á harmonikkuna sína við mikinn fögnuð og Elmar Georg Einarsson frá Húsavík flutti gamanmál. Karlakór Keflavíkur sló botninn í skemmtidagskrána með fallegum og kraftmiklum söng. Félagið bauð síðan til veislu í samkomuhúsinu og þar var boðið upp á smárétti og glæsilega tertu sem Matarlyst hafði veg og vanda að. Um kvöldið hófst dansleikur þar sem hljómsveti Birgis Gunnlaugssonar lék fyrir dansi. Erla Sigursveinsdóttir, sem situr í stjórn verkalýðs- og sjómannafélagsins sagði að afmælishátíðin hefði hepnnast mjög vel en hún hefði viljað sjá fleiri gesti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024