Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tónleikar í kvöld: „Stór hetja í litlum líkama“
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 13:19

Tónleikar í kvöld: „Stór hetja í litlum líkama“

Í kvöld verða styrktartónleikarnir „stór hetja í litlum líkama“ haldnir í Stapa. Húsið opnar kl. 20:00 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00.

Ágóðinn af tónleikunum mun renna til styrktar Aðalheiði Láru Jósefsdóttur sem hlaut alvarleg brunasár á heimili sínu fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. Hluti af ágóðanum mun einnig renna til styrktar langveikum börnum.

Fjöldi listamanna muna koma fram og þar á meðal eru Rúnar Júlíusson, Jón Sigurðsson úr Idolinu, Friðrik Ómar, Bjarni Ara, Laddi, Sessý úr Idolinu og hljómsveitin Espasio. Miðaverð er kr. 2000 en það eru Góðir punktar sem gefa miðana sem einnig er hægt að nota sem afsláttamiða í verslunum og á veitingahúsum.
Stofnað hefur verið sérstakt styrktarnúmer há Landssímanum og gjaldfærast 1000 krónur á símreikning viðkomandi þegar hringt er í númerið 904-1000.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024