Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómatauppskera að vetri í Grindavík
Sunnudagur 5. febrúar 2012 kl. 12:14

Tómatauppskera að vetri í Grindavík

Já, það er ótrúlegt en satt en á leikskólanum Króki í Grindavík var sannkölluð uppskeruhátíð í síðustu viku þegar tómatar, sem plantað var fyrir síðasta vor, voru tilbúnir börnunum til mikillar ánægju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir tæpu ári síðan tóku börnin fræ úr tómötum eftir ávaxtastund og plöntuðu þeim í blöndu af mold og moltu úr garðinum á Króki í potta inni á deild. Uppvöxtur tómatanna hefur verið mjög hægur enda þarf mikið tilstand til þess að fræ beint úr tómatanum sjálfum beri ávöxt. Plönturnar þurfa að vera fleiri en ein og þarf að hrista þær reglulega saman til að þær frjóvgi og svo þarf að vökva reglulega.

Það var svo ekki fyrr en í október sem sást til fyrsu tómatanna og varð uppi fótur og fit því það var eiginlega búið að gefa tilraunina upp á bátinn.

Krakkarnir voru spenntir að fá að smakka eigin tómata.

-