Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómas Knútsson á forsíðu TIME
Mánudagur 4. júlí 2005 kl. 15:28

Tómas Knútsson á forsíðu TIME

Þúsundþjalasmiðurinn Tómas Knútsson kemur víða við þessa dagana. Hann hefur verið áberandi í störfum Bláa hersins við hreinsun hafsins og strandlengjunnar. Tómas er kunnur kafari og honum að óvörum prýðir hann forsíðu hins heimsþekkta tímarits TIME í þessari viku. Á myndinni er Tómas við köfun í gjánni Silfru á Þingvöllum.

Aðspurður sagðist Tómas hafa fengið heimskunna ljósmyndara til sín í apríl á þessu ári. Hann hafi sýnt þeim mynd frá köfun í Silfru og í framhaldinu var farið þangað í myndatökur. Það hafi hins vegar komið Tómasi skemmtilega á óvart að myndin hafi ratað inn á forsíðu TIME.

Það er annað að frétta af Tómasi þessa dagana að hann starfar við undirbúning á tökum stórmyndarinnar  Flags of our Fathers, en fullvíst er að enginn er betri á Íslandi í að redda munum frá stríðsárunum en Tommi.

Mynd: Forsíða TIME þar sem Tommi Knúts er í fullum herklæðum í gjánni Silfru á Þingvöllum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024