Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tómas J. Knútsson vann verðlaun Sameinuðu þjóðanna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 25. júlí 2023 kl. 08:54

Tómas J. Knútsson vann verðlaun Sameinuðu þjóðanna

Tómas J. Knútsson, sem hefur verið hluti af alþjóðlegu umhverfisverndarsamtökunum Let´s do it world síðan 2013, fékk í gær sjálfbærniverðlaun Sameinuðu þjóðanna fyrir verkefni sem hann tók þátt í að búa til innan samtakanna, sem heitir World cleanup day. Tómas var einn af þrettán aðilum úr þessum samtökum sem eru með meðlimi frá 164 þjóðum, sem stofnaði þennan World cleanup day en hann snýst um að fólk hvaðanæva úr heiminum, hreinsar umhverfið sitt á tilteknum degi sem ber upp 16. september í ár.

Tómas tók á móti verðlaununum í Róm á Ítalíu og var hræðrur. „Það voru yfir fimm þúsund umsóknir um þessi verðlaun í ár og einungis átta verkefni tilnefnd. Okkar verkefni var þar á meðal og ekki nóg með það heldur unnum við, ég var meir og ekki frá því að tár hafi sést á hvarmi. 

Þessi samtök, Let´s do it world voru stofnuð í Tallin í Eistlandi árið 2008 og ég gekk til liðs við samtökin árið 2013 og hef verið virkur meðlimur allar götur síðan. Ég var einn þrettán meðlima þessara samtaka sem stofnaði þennan World cleanup day en fyrir mér og mörgum öðrum innan samtakanna, eru allir dagar hreinsunardagur,“ sagði kampakátur Tómas.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Tómas, Heidi Solba frá Eistlandi sem er framkvæmdastjóri samtakanna, og Vincenso Capassa frá Ítalíu sem er meðlimur í Let´s do it world