Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. september 2000 kl. 16:34

Tölvuþjónusta Vals flytur

Tölvuþjónusta Vals hefur flutt frá Hafnargötu 68a í rúmbetra húsnæði við Hringbraut 92, við hliðina á versluninni Miðbæ. Að sögn Vals Rúnars Ármannssonar, getur hann nú boðið viðskiptavinum sínum upp á betri þjónustu en áður. „Fólk getur slappað af á setustofunni hjá mér og fengið sér kaffi, á meðan ég geri við tölvurnar, en flestum liggur á að fá tölvurnar úr viðgerð. Þetta er mun betri aðstaða en ég hafði áður“, segir Valur. Valur og eiginkona hans Katrín Benediktsdóttir, hafa rekið tölvuþjónustuna í rúmt ár en Valur hefur áralanga reynslu af ýmis konar tölvuvinnu. „Þetta er sérhæft tölvuþjónustufyrirtæki og ég get sérsniðið tölvur fyrir viðskiptavini mína. Ég er einnig með alla hluti í tölvur og ýmis forrit, svo sem bókhaldsforritið Vaskhuga, Windows ´98 á ensku og íslensku, NT-kerfi svo eitthvað sé nefnt. Ég er alltaf með einhver tilboð í gangi, nú erum við t.d. með skólatilboð á Athlon 750 mhz“,segir Valur. Valur kemur í heimahús og gerir við tölvur ef þess er óskað. Síminn er 421-7342 og í framtíðinni verður hann með þjónustunúmer, sem verður auglýst síðar. „Ég hef einnig verið með uppfærslutilboð, þá geri ég gömlu tölvurnar eins og nýjar“, segir Valur og það á eflaust eftir að nýtast mörgum vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024