Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Tölvuþjófnaður í gagnaverum enn óupplýstur
Mánudagur 12. mars 2018 kl. 06:00

Tölvuþjófnaður í gagnaverum enn óupplýstur

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á þjófnaði á um 600 tölvum úr gagnaverum hefur verið haldið áfram af fullum krafti. Meðal annars hefur verið farið í húsleitir að fenginni heimild.

Í gær var m.a. farið í húsleit í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra, þar sem tugir tölva voru innan dyra. Tíu manns voru færðir til skýrslutöku á lögreglustöð vegna gruns um aðild að málinu. Reyndust tveir þeirra án atvinnuleyfis hér á landi og fleiri atriðum var ábótavant svo sem varðandi húsaleigumál. Tölvurnar sem stolið var úr gagnaverunum eru þó enn ófundnar og er rannsókn málsins haldið áfram af fullum þunga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024