Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tölvum og lyfjum stolið í innbrotum
Lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.
Mánudagur 23. september 2013 kl. 12:15

Tölvum og lyfjum stolið í innbrotum

Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Í einu tilvikanna höfðu húsráðendur brugðið sér frá að kvöldi til. Þegar þeir komu aftur var búið að brjótast inn og stela einni borðtölvu, þremur fartölvum og lyfjum. Í öðru innbroti var sjónvarpi stolið. Í þriðja innbrotinu var tölvu og rafmagnsbúnaði að verðmæti nær 200 þúsundum króna stolið.

Að auki var farið inn um glugga í tveimur auðum húsum, sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs.

Lögregla rannsakar málin.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024