Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tölvukerfi Grunnskóla Sandgerðis endurnýjað
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 16:42

Tölvukerfi Grunnskóla Sandgerðis endurnýjað

Samhæfni og Opin kerfi hafa gert samning við Sandgerðisbæ um alrekstur á upplýsingakerfum Sandgerðisbæjar.

Með samningi þessum opna Opin kerfi fyrir þann möguleika að Sandgerðisbær leigi tölvubúnað í stað þess að kaupa. Slíkt fyrirkomulag kemur í veg fyrir sveiflur í útgjöldum og í stað fjárfestinga kemur mánaðarlegur rekstrarkostnaður.

Við upphaf samnings leggja Opin kerfi fram 29 ferðavélar, 25 borðvélar, nokkra skjávarpa, myndavélar og prentara. Verður búnaðurinn notaður í grunnskólanum auk þess sem Opin kerfi munu sjá Sandgerðisbæ fyrir búnaði á skrifstofu stjórnsýsluhúsið Vörðuna sem nú er að taka á sig mynd.

Sérfræðingar Opinna kerfa á Suðurnesjum, Hannes H Gilbert, munu ábyrgjast rekstur umhverfisins og hafa þar fasta viðveru vikulega.

Pétur Brynjarsson skólastjóri Grunnskóla Sandgerðis segir að kennarar skólans séu ánægðir með þennan búnað sem nú er tekin í notkun

Mynd/Reynir Sveinsson Frá vinstri: Pétur Brynjarsson, skólastjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, og Gunnar Guðjónsson, þjónustustjóri Opinna kerfa, við undirritun samningsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024