Tölvubúnaður sprengdur í loft upp í Grindavík
Tölvubúnaður í sjálfsafgreiðslu ísstöðvarinnar í Grindavík var sprengdur í loft upp í dag. Þarna hafði flugeldur verið settur aftan við stálkassann og kveikt í og sprengt með þeim afleiðingum að tölvubúnaður skemmdist. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.
Lögreglumenn á eftirliti tóku eftir því að búið var að sprengja póstkassaa við Íslandspóst við Víkurbraut í Grindavík í dag. Þarna hafði einnig verið settur flugeldur í kassann og hann sprengdur. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.
Lögreglumenn á eftirliti tóku eftir því að búið var að sprengja póstkassaa við Íslandspóst við Víkurbraut í Grindavík í dag. Þarna hafði einnig verið settur flugeldur í kassann og hann sprengdur. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.