Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 5. janúar 2002 kl. 12:08

Tölva í barnaherbergi brann

Eldur kom upp í tölvu í barnaherbergi einbýlishúss við Háseylu í Innri Njarðvík í morgun.Tilkynnt var um eldinn til Neyðarlínunnar á tólfta tímanum og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þegar sent á vettvang.
Húsráðandi hafði brugðist rétt við og lokað herberginu ásamt því að taka rafmagn af húsinu, sem er timburhús.
Tjón af völdum brunans er aðallega í barnaherberginu en einnig er tjón af völdum reyks í íbúðinni.

Lögreglan í Keflavík bannaði ljósmyndara aðgang að vettvangi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024