Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. júlí 2008 kl. 14:45

Töluvert tilkynnt um reiðhjólastuld

Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum er töluvert tilkynnt um reiðhjólastuld á svæðinu. Hreinsunardeild Reykjanesbæjar og lögreglan á Suðurnesjum fjarlægja hjól sem finnast á víðavangi og geta eigendur vitjað þeirra hjá lögreglunni. Ef hjólin eru heilleg þá er þeim haldið til haga. Algengara er en hitt að hjólin skila sér aldrei til eiganda sinna.
Hjólreiðaeigendur ættu almennt að vera með allan varan á, læsa hjólum og taka þau inn á næturna ef mögulegt er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024