Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Töluvert magn af kannabis og peningum
Þriðjudagur 30. október 2012 kl. 16:58

Töluvert magn af kannabis og peningum

Lögreglan á Suðurnesjum framkvæmdi í gærkvöldi húsleit í húsnæði í Reykjanesbæ þar sem grunur lék á að fíkniefnasala færi fram. Við húsleitina fannst töluvert magn af kannabisefnum sem og peningum sem lögreglu grunar að séu tilkomnir vegna sölu fíkniefna. Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir vegna málsins. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði einn maðurinn sölu fíkniefna og telst málið upp
lýst.

Einnig voru 3 aðilar stöðvaðir í gærkvöldi og kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25