Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Töluverður erill lögreglu
Sunnudagur 12. janúar 2003 kl. 12:18

Töluverður erill lögreglu

Nokkur erill var hjá Lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki við Iðavelli í Keflavík þar sem tölvu, heimabíókerfi og DVD spilara var stolið. Við hefðbundið umferðareftirlit á Reykjanesbraut í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á 112 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Bílvelta varð á Vogavegi í morgun og var ökumaður bifreiðarinnar fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kenndi hann eymsla í baki. Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglu í nótt, en við hefðbundið eftirlit á Reykjanesbraut fannst lítilræði af hassi í tveimur bifreiðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024