Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan
Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan

Fréttir

Töluverður eldur á flughlaði á Keflavíkurflugvelli
Sunnudagur 30. nóvember 2025 kl. 11:54

Töluverður eldur á flughlaði á Keflavíkurflugvelli

Eldur kom upp í tæki, svokölluðu sameyki, sem notað er til að sópa og hreinsa flugbrautir og flughlöð á Keflavíkurflugvelli í morgun. Talsverður eldur logaði í tækinu þegar það var að störfum nærri nýju austurbyggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um klukkan tíu í morgun.

Slökkvibílar flugvallarþjónustu Isavia voru fljótir á vettvang og var eldurinn slökktur á örfáum mínútum. Engan sakaði í atvikinu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Nú er unnið að því að fjarlægja tækið, sem er mikið skemmt, af vettvangi.

Framsókn
Framsókn