Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tölur um Reykjanesbæ
Föstudagur 30. apríl 2010 kl. 15:18

Tölur um Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur gefið út kynningarritið Tölur um Reykjanesbæ þar sem teknar eru saman helstu upplýsingar úr ársreikningi bæjarfélagsins á aðgengilegan hátt fyrir íbúa.


Sundurgreining ársreikninga gefur margvíslegan fróðleik og er útgáfa ritsins tilraun sem leggur áherslu á skýra framsetningu á aðgengilegu formi. Ef vel tekst til verða slíkar tölur gefnar út áfram í framtíðinni sem liður í betri upplýsingagjöf til íbúa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hvað borgar þú mikið fyrir götulýsinguna? hvað kostar að hafa eitt barn í leikskóla eða grunnskóla og hvað greiða foreldrar stóran hluta af því? Hvað kostar rekstur safna, sýninga og hátíðarhalda fyrir hvern íbúa? Hvað kostar að reka íþróttamannvirki bæjarins? Hvað kostar að bjóða ókeypis í sund og í strætó?


Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem svarað er í þessu kynningarefni sem er gefið út á rafrænu formi og birt á vef Reykjanesbæjar.