Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tollverðir stöðvuðu sautján burðardýr í flugstöðinni
Fimmtudagur 9. janúar 2014 kl. 15:19

Tollverðir stöðvuðu sautján burðardýr í flugstöðinni

Tollverðir stöðvuðu sautján meint burðardýr fíkniefna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári. Um var að ræða fimm Íslendinga og tólf einstaklinga, sem voru af erlendu bergi brotnir.

Umræddir einstaklingar reyndust, samkvæmt bráðabirgðatölum Tollstjóra, vera með samtals tæplega ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur í fórum sínum, auk amfetamínbasa í flösku sem eitt burðardýranna braut í flugstöðinni. Þessu til viðbótar var haldlagt minni háttar magn kannabisefna. Ýmist hafði fólkið komið efnunum fyrir innvortis, falið þau innan klæða eða í farangri sínum.

Til samanburðar má geta þess að árið 2012 stöðvuðu tollverðir sextán burðardýr fíkniefna í flugstöðinni. Þau voru með samtals rúmlega 9,5 kíló af amfetamíni, rúm 4,8 kíló af kókaíni, 1.530 e-töflur og 415 grömm af e-töfludufti. Um var að ræða tíu Íslendinga og sex útlendinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024