Tólf sækjast eftir sýslumannsembættinu
Tólf umsóknir bárust um Sýslumannsembættið í Keflavík en Jón Eysteinsson lætur af embættinu núna um mánaðamótin. Þeir sem sóttu um eru:
Árni H. Björnsson, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík,
Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Keflavík,
Benedikt Ólafsson, hæstaréttarlögmaður,
Bogi Hjálmtýsson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Hafnarfirði,
Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði
Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður,
Halldór Frímannsson, héraðsdómslögmaður,
Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu,
Ragna Gestsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði,
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði,
Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Reykjavík, Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Reykjavík.