Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 27. febrúar 2002 kl. 10:38

Tólf sækja um forstöðumannsstöðu á Náttúrstofu Reykjaness

Umsóknarfrestur um stöðu forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness er nýliðinn, þetta er ný staða og sóttu 12 umsækjendur um stöðuna.
Hlutverk Náttúrustofu Reykjaness er:
Að stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Suðvesturlands.
Að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum
náttúrurannsóknum og er einkum lögð áhersla á Suðvesturland og sérstöðu
náttúru þess.
Að stuðla að æskilegri landnýtingu, náttúruvernd og fræðslu um umhverfismál
bæði fyrir almenning og í skólum á Suðvesturlandi.
Að veita fræðslu um náttúruna og aðstoða við gerð náttúrusýninga á
Suðvesturlandi.
Að veita sveitarfélögum á Suðvesturlandi aðstoð og ráðgjöf á verksviði
stofnunnar m.a. vegna nýtingar auðlinda, skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum framkvæmda enda komi greiðsla fyrir.

Umsækjendur um starf forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness eru:
Dr. Sveinn Kári Valdimarsson
B.Sc. (Ph.D.) Erpur Snær Hansen
B.Sc. (Ph.D.) Óskar Knudsen
Ph.D. Einar Kjartansson
M.Sc. Magnús Freyr Ólafsson
B.Sc. Heiða Rafnsdóttir
B.Sc. Rúnar Ingi Hjartarson
M.Sc. Jouko Parviainen
Dr. Ingvar Atli Sigurðsson
Cand.real. Jóhann Arnfinnsson
Cand. scient. Jón Guðmundsson
MA. Þröstur Sverrisson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024