Tólf lögregluþjóna þurfti til að stilla til friðar
Fimm manns eiga nú yfir höfði sér kæru frá lögreglunni í Keflavík vegna átaka og óspekta í samkvæmi í heimahúsi þar í bænum í gærmorgun. Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi við Heiðarból um klukkan sex.Íbúar í húsinu voru þá allir vaknaðir við mikil háreysti. Þau komu úr íbúð manns um tvítugt sem er nýlega fluttur í húsið. Fjórir lögreglumenn fóru á staðinn en tókst ekki að ná tali af húsráðandum. Veislugestur skellti hurð á fót eins lögreglumannsins. Hurðin brotnaði en lögreglumaðurinn mun ekki vera alvarlega meiddur.
Það var síðan við vaktaskipti hjá lögreglunni að næturvaktin og dagvaktin sameinuðust og héldu tólf lögreglumenn að Heiðarbóli. Upp úr klukkan sjö bárust slagsmál úr íbúðinni fram á stigagang og þá lét lögreglan til skarar skríða. Tveir slagsmálahundar voru handteknir. Þriðji maðurinn var handtekinn þegar hann mætti á lögreglustöðina til að reyna að "frelsa" félaga sinn.
Gestirnir í samkvæminu munu hafa verið á súludansstað um nóttina en fært skemmtanahald sitt í Heiðarból þegar dansstaðnum var lokað klukkan fimm. Húsráðandinn kvaðst muna eftir að hafa boðið fólkinu heim til sín. Hann hefði hins vegar sofnað fljótlega og ekki vitað hvað á gekk.
Það var síðan við vaktaskipti hjá lögreglunni að næturvaktin og dagvaktin sameinuðust og héldu tólf lögreglumenn að Heiðarbóli. Upp úr klukkan sjö bárust slagsmál úr íbúðinni fram á stigagang og þá lét lögreglan til skarar skríða. Tveir slagsmálahundar voru handteknir. Þriðji maðurinn var handtekinn þegar hann mætti á lögreglustöðina til að reyna að "frelsa" félaga sinn.
Gestirnir í samkvæminu munu hafa verið á súludansstað um nóttina en fært skemmtanahald sitt í Heiðarból þegar dansstaðnum var lokað klukkan fimm. Húsráðandinn kvaðst muna eftir að hafa boðið fólkinu heim til sín. Hann hefði hins vegar sofnað fljótlega og ekki vitað hvað á gekk.