Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tólf kærðir fyrir hraðakstur
Mánudagur 18. maí 2015 kl. 11:18

Tólf kærðir fyrir hraðakstur

Sextán sektaðir fyrir að leggja ólöglega.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært tólf ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90  km. á klukkustund. Einn ökumannanna tólf hafði ekki ökuskírteini meðferðis og annar ók sviptur ökuréttindum.

Þá voru sextán ökumenn sektaðir fyrir að leggja ólöglega og nokkrir til viðbótar fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu eða aka án þess að hafa öryggisbeltin spennt.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024