Tóku þátt í Laugavegshlaupinu
Þrír hlauparar frá Grindvík tóku þátt í Laugavegsvegshlaupinu sem fram fór síðasta laugardag. Það er 55 kílómetra langt og tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær náttúruperlur.
Á þessari krefjandi leið verða hlauparar vitni að ótrúlegri náttúrufegurð en hlaupið er á sandi og möl, í grasi og snjó, á ís, í ám og lækjum.
Christine Bucholz hljóp Laugavegshlaupið í þriðja sinn og gerði það á rúmum sex tímum. María Jóhannesdóttir hljóp einnig í þriðja sinn og var á réttum rúmum sex og hálfum tíma. Þá hljóp Þorsteinn Gunnarsson Laugavegshlaupið í fyrsta sinn og var í rúma átta tíma.