Tóku á móti nýjum lögreglustjóra
Úlfar Lúðvíksson tók í morgun við lyklavöldum hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Það var Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri, sem afhenti Úlfari lyklana.
Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að Úlfar hafi strax farið í skoðunarferð um starfsstöðvar embættisins og kastaði kveðju á starfsmenn.
Starfsmenn embættisins tóku á móti Úlfari með heiðursverði er hann kom til starfa í dag og buðu hann hjartanlega velkominn til Suðurnesja.