Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tók til fótanna eftir handtöku
Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 13:14

Tók til fótanna eftir handtöku

Ökumaður, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, reyndi að forða sér á hlaupum undan lögreglumönnum á Suðurnesjum um helgina. Bifreið mannsins var stöðvuð í Keflavík. Hann var síður en svo samstarfsfús við lögreglu, þegar hann var færður yfir í lögreglubíl og þegar honum var tilkynnt að hann væri handtekinn opnaði hann afturhurðina, stökk út og tók til fótanna. Lögreglumenn hlupu hann uppi og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á kannabis.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um að vera undir áhrifum fíkniefna. Bifreið hans var að auki ótryggð og ljósabúnaði áfátt.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024