Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Tók öllum opnum örmum með sínu fallega brosi“
  • „Tók öllum opnum örmum með sínu fallega brosi“
    Sigrún Dóra Jónsdóttir.
Mánudagur 13. apríl 2015 kl. 09:01

„Tók öllum opnum örmum með sínu fallega brosi“

Síða stofnuð til að heiðra minningu Vals Margeirssonar.

„Mig langaði að stofna þessa síðu til að minnast og heiðra minningu Vals Margeirssonar. Valur er margumtalaður sem þessi sem tók öllum opnum örmum með sínu fallega brosi, þjónustulund og hrósi sem komu við í sjoppunni hans á Fitjum,“ segir Sigrún Dóra Jónsdóttir, stofnandi minningarsíðu Vals, sem rak Fitjasjoppu í Reykjanesbæ.

Sigrún Dóra segist vita að ótal margir Suðurnesjabúar eins og hún hafi verið snortnir af einstakri þjónustulund Vals heitins og hans fjölskyldu. „Þótt ég sé á engan hátt tengd Val eða hans fjölskyldu tek ég það verulega mikið nærri mér að þessi sómamaður sé farinn okkur frá.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jafnframt hefur styrktarreikningur verið stofnaður vegna útfararinnar, í nafni dóttur hans, Ástu Valsdóttur. 0142-05-005517 
Kt: 050169-3249.