Togarinn Berglín ekki mikið skemmdur
Togarinn Berglín sem tók niðri í innsiglinguna í Sandgerði í morgun er tiltölulega lítið skemmdur. Einar Hálfdánsson skipstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir að skemmdirnar væru aftast við stýrið: „Þetta eru ekki miklar skemmdir en það þarf að taka skipið í slipp til að laga þetta.“ Einar sagði að þegar vélin stöðvaðist í innsiglingunni í Sandgerði hafi verið vestan 2-3 vindstig: „Það var töluverð kvika þegar vélarnar stöðvuðust. Við kölluðum strax á aðstoð, en bátarnir Freyja og Rúna náðu að koma taug í okkur og um leið og taugarnar voru fastar fóru vélarnar í gang. Við sigldum fyrir eigin vélarafli til hafnar í Njarðvík,“ sagði Einar. Unnið var að löndun úr skipinu um þrjú leitið, en aflinn var um 60 tonn. Skipið mun fara í slipp seinnipartinn í dag og er gert er ráð fyrir því að skipið verði viku frá veiðum.
VF-Ljósmynd: Unnið að löndun úr togaranum Berglíni við Njarðvíkurbryggju í dag.
VF-Ljósmynd: Unnið að löndun úr togaranum Berglíni við Njarðvíkurbryggju í dag.