Tóbaksslóð út úr söluturni
3 – 400 lítrum af litaðri olíu stolið af Caterpillar jarðýtu
Innbrot í söluturn var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í gærmorgun. Þaðan hafði verið stolið tóbaki. Sígarettur lágu á víð og dreif um gólfið, þegar að var komið, og mátti rekja sígarettupakkaslóðina að lúgu á söluturninum, sem var opin þegar lögregla kom á vettvang. Einhver reytingur af tóbaki fannst líka fyrir utan söluturninn.
Þá var tilkynnt um að 3 – 400 lítrum af litaðri olíu hefði verið stolið af Caterpillar jarðýtu í Njarðvík, með því að brjóta upp lokið á tankinum. Lögregla rannsakar málin.