Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 14. maí 2001 kl. 10:05

„To tricky“ fyrir Two tricky

Eurovisionfararnir íslensku komu til Keflavíkur í gærkvöldi eftir skemmtilega en ekki eins árangursríka ferð til Kaupmannahafnar. Þeir Gunnar, Kristján og Einar lagahöfundur báru sig vel þrátt fyrir háðuglega útreið í evrósku söngvakeppninni sem fram fór á Parken leikvanginum í Kaupmannahöfn sl. laugardag. „Við gerðum eins vel og við gátum og getum borið höfuðið hátt hvað það varðar. Stigagjöfinni ráðum við ekki en auðvitað er þetta ekki skemmtilegt“, sagði Einar Bárðarson, lagahöfundur englalagsins sem Íslandshópurinn Two tricky flutti. Þeir Gunnar og Kristján flytjendur íslenska lagsins voru léttir á brún þrátt fyrir aðeins þrjú stig í Leifsstöð í gærkvöldi. „Það kann að vera að það hafi eitthvað að segja að vera svona framarlega í röðinni þegar símakosning ræður úrslitum. Það voru miklar umræður um fyrirkomulagið eftir keppnina“, sögðu þeir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024