Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Tjónvaldurinn gaf sig fram við Elsu
  • Tjónvaldurinn gaf sig fram við Elsu
Laugardagur 22. apríl 2017 kl. 06:00

Tjónvaldurinn gaf sig fram við Elsu

Facebook færsla kom í veg fyrir 100 þúsund króna kostnað

„Keyrt var á bílinn minn aðfaranótt miðvikudags og keyrt í burtu. Endilega látið mig vita ef þið sjáið eitthvað,“ var meðal þess sem stóð í færslu Elsu Júlíusdóttur, 17 ára Keflvíkings, á Facebook fyrir stuttu. Kærasti hennar hafði tekið eftir skemmdum á bílnum sem stóð fyrir utan heima hjá henni, á meðan Elsa sjálf var í skólanum, en enginn gefið sig fram.

„Pabbi fór með þetta í tryggingarnar og honum var sagt að, vegna þess að enginn hafði gefið sig fram, þyrfti ég að borga sjálfsábyrgðina í tjónviðgerðinni, 91 þúsund krónur. Ég var alls ekki glöð að heyra að ég þyrfti að borga fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir Elsa í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún ákvað í kjölfarið að skrifa færslu á Facebook varðandi tjónið á bílnum og bað fólk að hafa augun opin og hafa samband ef það vissi eitthvað um málið. „Það voru margir sem deildu færslunni og ég er mjög þakklát fyrir það, þar sem þetta endaði vel. Manneskjan sem bakkaði á bílinn hafði í kjölfarið samband við mig og lét vita. Við hittumst svo og fylltum út tjónaskýrsluna. Ég var rosalega glöð með það, enda er þetta bara tryggingamál,“ segir Elsa.

Oddný Pétursdóttir hjá Tryggingarmiðstöðinni í Reykjanesbæ segir svolítið vera um það að fólk leiti til þeirra vegna tjóns á bílum, þar sem enginn hafi gefið sig fram. Hún mælir með því að þeir sem valdi tjóni á bílum annarra skrái niður bílnúmerið, hafi samband við tryggingarfélagið sitt sem geti svo flett því upp hver sé eigandinn og hvar viðkomandi bíll sé tryggður. Gefi sig enginn fram lendi kostnaðurinn annars á eiganda bílsins sem situr uppi með sjálfsábyrgðina sem nemur um 70 til 100 þúsund krónum. Oddný segir kostnað þeirra sem valdi tjóni misháan. „Við erum allvega með það þannig að ef viðgerðin á hinum bílnum fer yfir 200 þúsund þá ert þú að greiða í kringum 27 þúsund krónur,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir.