Tjón unnið á bensíndælu
Lögreglu var í gær tilkynnt um skemmdir á bensíndælu hjá bensínstöð N1 í Grindavík. Hefur einhver verið að dæla bensíni nóttina áður og ekið á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Hlutust af þessu nokkrar skemmdir. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hver var hér á ferðinni eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.
Síðdegis var ökumaður fólksbifreiðar handtekinn í Keflavík vegna gruns um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. Annar var tekinn fyrir hraðsakstur á Reykjanesbraut og sá þriðji fyrir aka án ökuprófs.
Síðdegis var ökumaður fólksbifreiðar handtekinn í Keflavík vegna gruns um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. Annar var tekinn fyrir hraðsakstur á Reykjanesbraut og sá þriðji fyrir aka án ökuprófs.