Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tjarnarsalurinn fór á flot
Mánudagur 16. ágúst 2010 kl. 11:33

Tjarnarsalurinn fór á flot


Tjarnarsalurinn í Stóru-Vogaskóla var eins og tjörn á að líta þegar komið var að honum í gærmorgun. Salargólfið var þakið vatni og var strax hafist handa við að þurrka það upp. Dansleikur var í húsinu á laugardagskvöldið og hefur gólfið farið á flot eftir að honum lauk. Á sunnudeginum þegar  gera átti salinn tilbúinn vegna kaffisamsætis, í tilefni af 120 ára afmæli sveitarfélagsins, kom í ljós hvers kyns var. Afmæliskaffið var flutt í Álfheima af þeim sökum.

Síðan í gær hefur verið unnið að því að þurrka upp alla bleytuna. Ekki er vitað með vissu hvaðan vatnið kom en strax og í ljós kom hvað gerst hafði var skrúfað fyrir vantsinntakið og er núna verið að kanna allar lagnir.
Einhverjar skemmdir hafa orðið á parketinu en eftir á að meta þær betur.

VFmynd/elg - Tjarnarsalurinn í morgun. Dælur og blásarar á fullu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024