Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tjaldsvæðið í Sandgerði vel sótt
Tjaldsvæðið í Sandgerði er vel nýtt á sumrin.
Mánudagur 24. júní 2013 kl. 14:26

Tjaldsvæðið í Sandgerði vel sótt

Það hefur verið góð aðsókn að tjaldsvæðinu í Sandgerði í sumar og þegar mest hefur verið hafa gestir frá níu þjóðlöndum verið á svæðinu, að sögn Reynis Sveinssonar hjá Sandgerðisbæ.

Algengt er að ferðamenn komi á tjaldsvæðið í Sandgerði í upphafi eða lok ferðar sinnar um Ísland. Svæðið er opið frá 1. apríl til 30. september og er um mikið af ferðamönnum að nýta sér tjaldsvæðið í Sandgerði. Allir gestir hafa hrósað tjaldsvæðinu og hinu glæsilega þjónustuhúsi en þar eru sturtur, þvottavél, þurrkarar, salerni og góð aðstaða fyrir alla gesti, m.a. er gott aðgengi fyrir gesti í hjólastólum. Einnig er góð aðstaða til að losa og þrífa salernistanka  í húsbílum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Sandgerðisdögum verður allt fullt af fólki og lífi en þá hefur túnið verið notað norðan við Safnaðarheimilið til að koma öllum fyrir.

Séð yfir tjaldsvæðið til vinstri og Safnaðarheimilið til hægri.