Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tjaldsvæðið í Grindavík stækkað um helming - Merktar götur
Föstudagur 3. júní 2011 kl. 09:34

Tjaldsvæðið í Grindavík stækkað um helming - Merktar götur

Húsbílar og bílar með tjaldvagna streymdu á nýja tjaldsvæðið í Grindavík í gær. Nóg er plássið því tjaldsvæðið er stækkað um helming á Sjóaranum síkáta. Hinum megin við Austurveginn er búið að merkja stórt svæði og búa til götur líkt og á þjóðhátíð í Eyjum. Myndin var tekin í gær þegar Ásmundur slökkviliðsstjóri tók út skipulagið á slökkvibílnum og lýsti hann yfir mikilli ánægju sinni með þetta fyrirkomulag eftir að hafa keyrt um „göturnar“, eins og sést á myndinni.

Allar upplýsingar um tjaldsvæðið er að finna á www.grindavik.is/tjaldsvaedi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024