Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tjaldsvæðið á Garðskaga vekur lukku
Fimmtudagur 29. júlí 2004 kl. 11:13

Tjaldsvæðið á Garðskaga vekur lukku

Tjaldsvæðið við Garðskaga hefur verið allvinsæll áningarstaður ferðamanna í sumar.
Aðstaða fyrir tjaldbúa er ágæt á svæðinu en samkvæmt heimasíðu sveitarfélagsins Garðs stendur til að bæta um betur fyrir næsta sumar.

Náttúrufegurðin á Garðskaga svíkur engan og gera margir sér ferð þangað til að skoða fjölskrúðugt fuglalíf eða ganga um og fylgjast með ægifögru sólarlagi.

Mynd af heimasíðu Garðs

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024