Tjaldsvæði rís við smábátahöfn í Gróf
Á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var föstudaginn s.l. var samþykkt tillaga að tjaldsvæði Reykjanesbæjar við Grófina. Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir tillögu að tjaldsvæði við smábátahöfnina í Gróf. Atvinnu- og hafnaráð samþykkti tillöguna, en þó með þeim fyrirvara að tjaldsvæðið muni víkja þegar þörf verður á stækkun smábátahafnarinnar. Framkvæmdastjóra var falið vinna að skipulagi svæðisins með umhverfis- og skipulagssviði.