Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Tjaldsvæði Grindavíkurbæjar hlýtur gæðaviðurkenningu TripAdvisor
Mynd: Grindavik.is
Fimmtudagur 1. mars 2018 kl. 06:00

Tjaldsvæði Grindavíkurbæjar hlýtur gæðaviðurkenningu TripAdvisor

Tjaldstæðið í Grindavík hefur hlotið gæðaviðurkenningu Trip Advisor fyrir árið 2017, eða „Certificate of excellence.“ Þessa viðurkenningu geta aðilar á TripAdvisor fengið sem fá ítrekað góða dóma frá gestum og halda stöðugt uppi góðri þjónustu.

Tjaldsvæði Grindavíkur hefur hlotið mjög góða dóma frá gestum og er með 4,5 stjörnur af 5 mögulegum á TripAdvisor, 4,5 á Google Maps og fullt hús stiga, 5 stjörnur, á Facebook. Það er því nokkuð ljóst að gestum líkar vel við tjaldsvæðið Grindavíkurbæjar og endurspeglar mikil fjölgun gesta og gistinátta frá ári til árs þessa stjörnugjöf.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25