Tjaldstæðið verði áfram á hendi Grindavíkurbæjar
- og úthlutað verði svæði utan tjaldstæðis fyrir smáhýsi
Minnisblað um rekstur og valkosti um framtíðarrekstur tjaldsvæðisins í Grindavík var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur. Nefndin leggur til að rekstur tjaldsvæðis verði áfram á hendi Grindavíkurbæjar.
Þá leggur nefndin jafnframt til að gjaldskrá og rekstur tjaldsvæðis verði endurskoðuð. Einnig ítrekaði umhverfis- og ferðamálanefnd fyrri bókun um að skoðað verði hvort ekki sé ástæða til að í Grindavík starfi ferðamálafulltrúi í fullu starfi.
Fyrir fundi umhverfis- og ferðamálanefndar liggur fyrir ósk um samstarf og byggingu smáhýsa við tjaldstæðið. Nefndin leggur til að farin verið sú leið að úthlutað verði svæði í hlíðinni sunnan megin við þjónustuhúsið fyrir smáhýsi en ekki innan núverandi tjaldsvæðis.