Tjaldstæðið opið út nóvember
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti að hafa tjaldstæði Grindavíkurbæjar opið út nóvember og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð 2.050.000 kr. sem fjármagnaður verður með hækkun tekna á tjaldstæðinu.
Tjaldstæðið hefur notið mikilla vinsælda í sumar og talið er að met verði sett í aðsókn á þessu ári. Ferðamenn eru farnir að lengja tíma sinn á ferðalögum með tjöld og í húsbílum hvort sem það er að vori til eða hausti.