Tíu vilja verða skólastjórar Myllubakkaskóla
Alls sóttu 10 manns um skólastjórastöðuna í Myllubakkaskóla sem auglýst var fyrir skemmstu. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir á fundi í morgun og faldi þriggja manna nefnd fræðslustjóra, formanns fræðsluráðs og fulltrúa frá Háskóla Íslands að fara yfir umsóknir og meta hæfi umsækjenda. Nefndin mun síðar leggja álit sitt fyrir bæjarráð.