Tíu vilja starf hafnsögumanns

Alls sóttu tíu manns um laust starf hafnsögumanns hjá Reykjaneshöfn sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember sl.
 
Úrvinnsla umsókna hófst í framhaldinu og er henni nú lokið. Niðurstaða liggur fyrir og leggur hafnarstjóri til að Jóhannes Þór Sigurðsson verði ráðinn í starfið. Það var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar Reykjaneshafnar í síðustu viku.