TÍU ÞÚSUND FYRSTU HELGINA
Nýtt aðsóknarmet var sett í Bláa lóninu um síðustu helgi en um tíu þúsund gestir heimsóttu nýja baðstaðinn. Þar af á sjöunda þúsund sem nutu þess að baða sig í hlýjum jarðsjónum. Hinir komu til að skoða baðstaðinn og njóta veitinga í skemmtilegu umhverfi. Þessi fyrsta helgi eftir formlega opnun gekk vonum framar og voru gestir ánægðir með nýja baðstaðinn.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands vígði þessa glæsilegu heilsulind sl. fimmtudag og sagði hann þetta merki um dug og áræðni Suðurnesjamanna. „Enn á ný hefur sannast að hér býr vösk sveit frumkvöðla“, sagði forsetinn í ræðu sinni.Baðstaðurinn við Bláa lónið er opinn alla daga vikunnar frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Sölu lýkur kl. 21:00 en gestum er frjálst að dvelja í lóninu til kl. 21:45.Ólafur Ragnar Grímsson afhjúpaði hraunhellu sem táknar upphaf framkvæmda við staðinn. Með honum eru Eðvarð Júlíusson og Grímur Sæmundsen. VF-mynd/ Tóbías.