Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíu strigapokar á Hafnarvegi
Föstudagur 14. september 2012 kl. 14:44

Tíu strigapokar á Hafnarvegi

Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrradag  gert viðvart um að allmargir úttroðnir pokar lægju á Hafnavegi, nærri Höfnum, og að af þeim gæti reynst slysahætta.  Þegar  lögregla kom á vettvang reyndist um að ræða tíu strigapoka sem voru fullir af skreið. Höfðu þeir fallið af vörubílspalli og var ökumaðurinn á leiðinni til baka að sækja skreiðina. Engin óhöpp hlutust af þessu atviki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024