Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíu sækja um embætti sóknarprests í Hvalsnessókn og Útskálasókn
Miðvikudagur 12. ágúst 2009 kl. 17:50

Tíu sækja um embætti sóknarprests í Hvalsnessókn og Útskálasókn

Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hvalsnessókn og Útskálasókn, en frestur til að skila inn umsóknum rann út þann 6. ágúst síðastliðinn.

Umsækjendur eru:
Cand. theol. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Séra Ása Björk Ólafsdóttir
Cand theol. Ástríður Helga Sigurðardóttir
Cand theol. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
Séra Erla Guðmundsdóttir
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson
Séra Hildur Eir Bolladóttir
Séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
Séra Sigurður Grétar Sigurðsson
Cand theol. Sólveig Jónsdóttir

Sameiginleg valnefnd Hvalsnes- og Útskálasóknar mun funda með öllum umsækjendum í næstu viku og verður val á sóknarpresti einnig kunngjört þá.  Í nefndinni sitja 5 úr Sandgerði og 4 úr Garði og er séra Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, formaður valnefndarinnar. Embættið veitist frá 1. september næstkomandi, segir í frétt á samfélagsvefnum 245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024