Tíu raðhúsaíbúðir senn tilbúnar í Steinási
„Það er þó nokkur eftirspurn eftir íbúðum í Steináshverfinu og hverfinu sem verður í kringum nýja skólann og er það aðallega þessi skemmtilega staðsetning sem heillar fólk“, segir Guðlaugur Guðlaugsson, fasteignasali í Stuðlabergi í samtali við Víkurfréttir um nýja hverfið í Steinásnum þar sem hvert húsið af öðru hefur risið á síðustu mánuðum.
Nú eru nær tilbúin til afhendingar glæsileg raðhús sem Keflavíkurverktakar hafa byggt í hverfinu. Þar er um að ræða 10 raðhúsaíbúðir, u.þ.b. 168 m2 á einni hæð með bílskúr.
Húsin eru sérlega eftirtektarverð og eru íslensk hönnun eftir Arkitektastofuna T.ark, Teiknistofuna ehf. Arkitektar.
Einar Waldorff, forstöðumaður markaðssviðs Keflavíkurverktaka, sagði í samtali við Víkurfréttir að leitast hefði verið við að gera húsin þannig úr garði að þau séu viðhaldslítil og bætti því við að þeir væru sérlega ánægðir með þessi hús þar sem þau sitja mjög fallega í brekkunni og útsýnið yfir tjarnirnar á Fitjum er gott. „Steinásinn er óðum að byggjast og þarna er að myndast mjög skemmtilegur og vel staðsettur reitur í nágrenni útivistarsvæðisins og fuglaparadísarinnar, Fitja.“
Húsin eru til sölu hjá fasteignasölunum Eignamiðlun Suðurnesja, Stuðlabergi og Höfða í Hafnarfirði og seljast á þremur byggingarstigum, fokhelt, tilbúin undir tréverk og fullbúin, allt eftir óskum viðskiptavina.
Þau eru á einni hæð og er hver húseining sjálfstæð með sér lóð. Útveggir eru úr járnbundinni steinsteypu, og húðaðir með kvars- og marmaramulningi. Að innan eru útveggir múrhúðaðir en milliveggir eru úr gifsi, baðherbergisveggir eru hlaðnir og múrhúðaðir. Hitalagnir eru í gólfum íbúðanna sem gerir allan frágang snyrtilegri þar sem engir ofnar eru nema í bílskúrum. Þá er innra skipulag húsanna mjög skemmtilegt og í stofunni er hátt til lofts og þakgluggi gefur góða birtu inn í stofuna.
Keflavíkurverktakar hafa enn frekari framkvæmdir í hyggju í Reykjanesbæ þar sem þeir hafa ákveðið að reisa 3900 m2 verslunar- og þjónustumiðstöð við hliðina á byggingu Kaffitárs sem Keflavíkurverktakar reistu á síðasta ári. Einar segir staðsetningu miðstöðvarinnar áskjósanlega til að þjónusta þann mikla fjölda ferðamanna sem á leið um svæðið og einnig til að þjónusta nálæga byggð.
Viðræður við aðila sem hafa áhuga að vera með verslun og þjónustu í miðstöðinni eru þegar farnar af stað.
Nú eru nær tilbúin til afhendingar glæsileg raðhús sem Keflavíkurverktakar hafa byggt í hverfinu. Þar er um að ræða 10 raðhúsaíbúðir, u.þ.b. 168 m2 á einni hæð með bílskúr.
Húsin eru sérlega eftirtektarverð og eru íslensk hönnun eftir Arkitektastofuna T.ark, Teiknistofuna ehf. Arkitektar.
Einar Waldorff, forstöðumaður markaðssviðs Keflavíkurverktaka, sagði í samtali við Víkurfréttir að leitast hefði verið við að gera húsin þannig úr garði að þau séu viðhaldslítil og bætti því við að þeir væru sérlega ánægðir með þessi hús þar sem þau sitja mjög fallega í brekkunni og útsýnið yfir tjarnirnar á Fitjum er gott. „Steinásinn er óðum að byggjast og þarna er að myndast mjög skemmtilegur og vel staðsettur reitur í nágrenni útivistarsvæðisins og fuglaparadísarinnar, Fitja.“
Húsin eru til sölu hjá fasteignasölunum Eignamiðlun Suðurnesja, Stuðlabergi og Höfða í Hafnarfirði og seljast á þremur byggingarstigum, fokhelt, tilbúin undir tréverk og fullbúin, allt eftir óskum viðskiptavina.
Þau eru á einni hæð og er hver húseining sjálfstæð með sér lóð. Útveggir eru úr járnbundinni steinsteypu, og húðaðir með kvars- og marmaramulningi. Að innan eru útveggir múrhúðaðir en milliveggir eru úr gifsi, baðherbergisveggir eru hlaðnir og múrhúðaðir. Hitalagnir eru í gólfum íbúðanna sem gerir allan frágang snyrtilegri þar sem engir ofnar eru nema í bílskúrum. Þá er innra skipulag húsanna mjög skemmtilegt og í stofunni er hátt til lofts og þakgluggi gefur góða birtu inn í stofuna.
Keflavíkurverktakar hafa enn frekari framkvæmdir í hyggju í Reykjanesbæ þar sem þeir hafa ákveðið að reisa 3900 m2 verslunar- og þjónustumiðstöð við hliðina á byggingu Kaffitárs sem Keflavíkurverktakar reistu á síðasta ári. Einar segir staðsetningu miðstöðvarinnar áskjósanlega til að þjónusta þann mikla fjölda ferðamanna sem á leið um svæðið og einnig til að þjónusta nálæga byggð.
Viðræður við aðila sem hafa áhuga að vera með verslun og þjónustu í miðstöðinni eru þegar farnar af stað.