Tíu ökumenn óku of hratt á Reykjanesbraut
Einn mældist á 138 km hraða
Tíu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 138 km/klst á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Annar ökumaður mældist á 102 km/klst, einnig á Reykjanesbraut, á kafla þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst. Þá voru fáeinir ökumenn staðnir að því að virða ekki stöðvunarskyldu og einn ók sviptur ökuréttindum.