RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Tíu milljarðar í útsvarstekjur
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 06:00

Tíu milljarðar í útsvarstekjur

Útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafa hækkað um 56% síðan 2014

Útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum og voru 9,9 milljarðar á síðasta ári en það var 18% aukning frá árinu á undan. Reykjanesbær er með fjórðu hæstu útsvarstekjur sveitarfélaga á landinu.

Reykjavík er með mest 72 milljarða, Kópavogur í 2. sæti með 21 milljarð og í 3. sæti er Hafnarfjörður með 16,3. Garðabær er í 5. sæti og Akureyri í því sjötta en Reykjanesbær skaust upp fyrir norðanmenn í íbúafjölda nýlega. Árið 2010 bjuggu um 14 þúsund manns í Reykjanesbæ en 17.600 á Akureyri.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Árið 2014 samþykkti Bæjarstjórn Reykjanesbæjar aðlögunaráætlun sem miðaði að því að ná skuldum niður fyrir 150% af reglubundnum tekjum sveitarfélagsins fyrir árslok 2022. Nú er það líklega að nást á næsta ári, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Árið 2014 voru útvarstekjur Reykjanesbæjar 6,3 milljarðar, árið 2016 námu þær 8,5 milljörðum, 9,9 árið 2018 og ljóst að þær fara yfir 10 milljarða á þessu ári. Þær hafa því hækkað jafnt og þétt samfara íbúafjölgun eða samtals um 56% á fjórum árum.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025