Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tíu með svínaflensu á Suðurnesjum
Mánudagur 10. ágúst 2009 kl. 17:46

Tíu með svínaflensu á Suðurnesjum

Tíu einstaklingar á Suðurnesjum hafa verið greindir með svínaflensuna, frá því fyrsta tilfellið greindist hér á landi í maí sl. Á landinu eru staðfest tilfelli orðin 101 talsins en langlestir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem smitast hafa eru flestir á aldrinum 15 til 29 ára og þar af eru 55 karlar og 46 konur.

Svínaflensa hefur ekki greinst á Vestfjörðum og Suðurlandi en hefur hins vegar greinst í öllum öðrum landshlutum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024