Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tíu hafa áhuga á hlut ríkisins í HS
Miðvikudagur 4. apríl 2007 kl. 12:05

Tíu hafa áhuga á hlut ríkisins í HS

Tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í ríflega 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en frestur til að bjóða í hlutinn rann út á mánudaginn.

Tilkynningarnar voru sendar einkavæðingarnefnd og voru þær frá fjárfestingarbankanum Öskum Capital, Atorku Group, Base ehf., Geysi Green Energy, breska fjárfestingarsjóðnum Impax New Energy Investors LP, Norvest ehf., óstofnuðu félagi í eigu starfsmanna Hitaveitunnar og Sparisjóðs Keflavíkur og fleiri, frá öðru óstofnuðu félagi í eigu Landsbanka Íslands, Harðar Jónssonar og Arnar Erlingssonar, þriðja óstofnaða félaginu í eigu Gnúpverja ehf., Hvatningar, Kaupfélags Suðurnesja, Nesfisks og Vísis og loks frá Saxbyggi ehf.

Allir aðilarnir uppfylla þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu fyrir því að mega bjóða í eignarhlutinn og á næstu dögum og vikum verður þeim gefinn kostur á frekari kynningu á fyrirtækinu ásamt upplýsingum um söluferlið. Frestur til þess að skila inn bindandi verðtilboði er svo til 30. apríl. Þann dag verða tilboðin opnuð.

 

 

Frétt af www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024